top of page
Lærðu að elska þig

Þerapían Lærðu að elska þig er sérhönnuð til þess að efla þig og styrkja frá grunni.
Hún samanstendur af 12 tímum, hver tími er með sitt verkefni og fróðleik sem að eflir
sjálfstraustið þitt, bætir líðan þína og fær þig til að kynnast þér á nýjan og betri hátt.
Rétt eins og gangur tímans fetum við stig af stigi áfram, þú finnur meðvitundina aukast og
innsæið styrkjast með hverum tímanum í þerapíunni. Sjálfsvinna krefst tíma og vinnu sem sannarlega borgar sig þegar þú uppskerð og ferð að finna allar þær breytingar sem bæta
lífsgæði þín, samskiptin þín við aðra og sýn þína á lífið.
.png)
Kennararnir í þerapíunni

GUÐBJÖRG ÓSK
FRIÐRIKSDÓTTIR
Höfundur þerapíunnar
Það er ólýsanleg upplifun að koma í einkatíma og fá skilning, persónulegan stuðning og læra
aðferðir sem skref fyrir skref færa þig inní lífið sem þú óskar þér að lifa. Það hljómar svo
fjarstæðukennt, að þú trúir ekki að það sé í raun og veru hægt, en strax í fyrsta tímanum í
þerapíunni Lærðu að elska þig verður þú fyrir uppljómun og fyllist bjartsýni og von.
Svo mikið að þú getur ekki beðið eftir að koma í næsta tíma.
Í þessum 90 mín. einkatímum færðu útskýringar á því af hverju lífið þitt er eins og það er.
Þú munt læra aðferðir og fá verkefni sem hjálpa þér að gera þær breytingar sem þú óskar þér.
Þú munt kynnast einni mögnuðustu manneskju í heiminum og það mun koma þér á óvart hvað
þú býrð yfir mörgum stórkostlegum leyndarmálum. Þegar ég byrjaði að vinna við að hjálpa fólki
að líða betur og ná tökum á lífinu þá tók ég fljótt eftir því að það væri þörf fyrir aðferðir sem
mundu gefa fólki tækifæri og leiðir til að skapa það líf sem það óskar sér í staðin fyrir að vera
alltaf að lagfæra það sem væri nú þegar farið úrskeiðis.
Ég las hvern pistilinn á fætur öðrum þar sem lausnarorðið var að þú verður að elska þig
meira og ég skildi að ást, kærleikur, þakklæti, gleði og friður væru þær tilfinningar sem
við sækjumst öll eftir.
En í þessum pistlum voru aldrei neinar útskýringar á því hvernig fólk ætti að elska sig meira
og þar með öðlast betra líf. Ég lagði því af stað í það stórmerkilega ferðalag sem það er að æfa
og læra að ELSKA MIG og þvílík dýrð.
BRYNDÍS
bottom of page